Tilkynning frá framkvæmdaaðilum Brúarhlaups Selfoss

birt 06. september 2009

Um leið og við þökkum öllum þátttakendum í Brúarhlaupi Selfoss fyrir þátttökuna og skemmtilegan dag á Selfossi, viljum við biðja alla afsökunar á því að tölvuvinnsla og úrslitavinnsla hlaupsins drógst svo á langinn að ekki var hægt að veita verðlaun eins og alltaf hefur verið gert eftir hlaupið.  Ástæðan fyrir þessu eru tæknileg- og mannleg mistök við vinnslu og skráningu hlaupara og árangurs þeirra.  Einnig tafði málið miklar skráningar rétt fyrir síðustu hlaupin sem ræst voru.

En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að árangur hafi glatast og aðrar mikilvægar upplýsingar, það er allt til staðar.  Nú er verið að vinna við að klára þessa hluti og munum við birta úrslitin um leið og við getum.  Einnig munum við senda öllum verðlaunahöfum verðlaun sín eða afhenda þau á annan hátt.

Með vinsemd og virðingu og þakkir fyrir skemmtilegan dag,

f.h Brúarhlaups Selfoss,
Helgi Sigurður Haraldsson