Miðnæturhlaupið fór fram í frábæru veðri að kvöldi 23. júní. Mikill fjöldi hlaupara tók þátt að þessu sinni og margir að ná góðum tímum.
Því miður gleymdist að setja rásklukkuna af stað í upphafi hlaups og því ber endanlegum tímum ekki saman við tíma sem hlauparar sáu á rásklukkunni. Munurinn er ca. 1 mínúta. Tíminn sem birtist hér á hlaup.is er rétti tíminn.