Að venju tók fjöldinn allur af Íslendingum þátt í Berlínarmaraþoni og settu margir persónuleg met. Einstaklega glæsilegur árangur er árangur Helen Ólafsdóttir en hún hljóp á tímanum 2.52.30 og lenti í 25 sæti kvenna. Þessi tími er líka næstbesti tími sem náðst hefur í maraþonhlaupi kvenna á Íslandi.
Í hlaupinu var einnig sett nýtt heimsmet í maraþonhlaupi, en keníski hlauparinn Wilson Kipsang hljóp kílómetrana 42 á 2:03:23 og bætti metið um 15 sekúndur frá því á sömu braut fyrir 2 árum.
Sjá nánar tíma allra Íslendinganna hér á hlaup.is. (Ath. linkurinn virkar núna. Alltaf er líka hægt að skoða tíma í erlendum hlaupum undir Hlaup/Úrslit - Erlend hlaup)