Parísmaraþonið fór fram sunnudaginn 7. apríl. Að venju voru Íslendingar hluti af þátttakendum og líklegast er þetta stærsti hópur Íslendinga sem hefur tekið þátt hingað til.
Fjöldi þátttakenda í Parísarmaraþoninu var núna rúmlega 40.000 sem setur það í flokk með New York, Chicago, London og Berlín hvað stærð varðar. Yfir 100 þjóðir taka þátt að þessu sinni og eru erlendir aðilir um 16.000 eða 40% af hlaupurum í hlaupinu. Hlaupið fer fram í miðborg Parísar þar sem sjá má mörg af helstu kennileitum borgarinnar.