Sjóvá Kvennahlaupið fer fram um land allt sunnudaginn 18. júní. Hlaupið í Garðabæ sem jafnan er það stærsta sem fer fram með örlitlu breyttu sniði í ár. Í fyrsta skipti er boðið upp á tímatöku (frjálst val) i 10 km hlaupi. Þá eru veittir vinningar fyrir 1-3 sæti. Þá er einnig boðið upp á rafræna skráningu í hlaupið í Garðabæ á hlaup.is.
Með þessu móti vilja skipuleggjendur koma til móts við þær konur sem vilja láta reyna á keppnisskapið á þessum hátíðisdegi og keppa við aðrar konur. Þar með skapast skemmtilegur vettvangur fyrir t.d. kvenkyns meðlimi hlaupahópanna til að fjölmenna saman i Sjóvá Kvennahlaupið í Garðabænum og taka þátt í glæsilegu hlaupi. Einnig eru í boði 6 km og 2 km hlaupaleiðir.
Þá minnum við á að þeir sem skrá sig á hlaup.is eiga möguleika á ferðavinningi að andvirði 50. þús kr. með Icelandair í boði VHE. Rafrænni skráningu á hlaup.is lýkur að kvöldi föstudagsins 16. júní.