Tíu Íslendingar á HM í utanvegahlaupum í júní

birt 16. janúar 2019
Melkorka Árný er í íslenska landsliðshópnum í utanvegahlaupum.Frjálsíþróttasamband Íslands hefur gengið frá vali á hlaupurum sem munu keppa fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fer fram laugardaginn 8. júní 2019 í Miranda do Corvo (Coimbra, Portúgal).Hlaup.is óskar hlaupurunum til hamingju með fullri vissu um að þeir mæti til leiks ein vel undirbúnir og kostur er. Glæsilegur hópur sem er til alls líklegur í Portúgal í júní næstkomandi.KonurRannveig OddsdóttirElísabet MargeirsdóttirAnna Berglind PálmadóttirÞórdís Jóna HrafnkelsdóttirMelkorka Árný KvaranKarlarÞorbergur Ingi JónssonGuðni Páll PálssonIngvar HjartarssonÖrvar SteingrímssonSigurjón Ernir Sturluson