Keppni í Fire and Ice Ultra hefst á morgun en eins og alþjóð veit er um að ræða 250 km hlaup í Vatnajökulsþjóðgarði sem stendur frá 10.-16. ágúst. Í hlaupinu taka þátt keppendur hvaðanæva að úr heiminum og hafa þeir verið að týnast til landsins einn af öðrum síðustu daga.
Margir hlauparanna búa yfir mikilli reynslu og er mikil breidd í keppendahópnum. Til marks um þá má nefna að fjórir keppendur sem komu saman til landsins í gær lendu á landinu okkar kalda komandi úr 30-40 stiga hita frá Indlandi, Singapúr og Indlandi. Fjórmenningarnir hafa aldrei á lífsleiðinni sofið í tjaldi, hvað þá tjaldað og má segja að þeir ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í þeim efnum.
Hlaupararnir leggja af stað í Kverkfjöllum í fyrramálið en veðurspár gera ráð fyrir hita um eða yfir frostmarki og rigingu.
Sjá einnig; Fimmfaldur sigurvegari Marathon des Sables mættur til landsins