Halldóra Gyða er sannarlega hlaupadrottning.Nú fer sá tími í hönd að íslenskir fjallahlauparar fjölmenna í utanvegahlaup erlendis. Næstu helgi fara fram UT4M fjallahlaupin þar sem hlaupið er í Ölpunum í nánd við Grenoble í Frakklandi. Meðal þátttakenda eru þrjár íslenskar valkyrjur.Þær Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir og Jóda Elín Valgerður Margrétardóttir hlaupa í "UT4M MASTER 100", 95 km hlaupi með 5500m D+ samanlagðri hækkun. Hlaupið hefst laugardaginn 25. ágúst kl. 6:00 (að morgni) að staðartíma (4:00 á íslenskum tíma). Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, hleypur "UT4M XTREM 160", 169 km hlaupi með 11000 D+ samanlagðri hækkun. Hlaupið hefst föstudaginn 24. ágúst kl. 16:00 að staðartíma (14:00 á íslenskum tíma).Níu í Mont Blanc hlaupinÞá styttist í hin víðfrægðu Mt Blanc utanvegahlaupin þetta árið, en þau fara fram í næstu viku. Samtals eru níu Íslendingar skráðir í fjögur af hlaupunum.Gunnar Júlíusson mun taka þátt í TDS hlaupinu sem hefst 29. ágúst. TDS hlaupið er 119 km með 7.250m hækkun.Sigríður Einarsdóttir og Guðni Páll Pálsson taka þátt í OCC hlaupinu sem hefst 30. ágúst. OCC hlaupið er 53 km með 3.300m hækkun.Sigurður Kiernan, Guðmundur T. Ólafsson, Guðmunda Smáradóttir og Sigríður Þóroddsdóttir taka þátt í CCC hlaupinu sem hefst 31. ágúst. CCC hlaupið er 101 km með 6.100m hækkun.
Þorbergur Ingi Jónsson og Guðmundur Ólafsson taka þátt í UTMB sem hefst 31. ágúst. UTMB hlaupið er 166 km með 9.600m hækkun.
Á heimasíðunni Irunfar.com, sem er framarlega í umfjöllun um utanvegahlaup, er fjallað um hlaupara sem þykja líklegir til afreka á Mont Blanc. Þar er að finna nafn Þorbergs Inga Jónssonar. Tekið er fram að Þorbergur hafi hafnað í sjötta sæti í CCC hlaupinu árið 2017, því fimmtánda árið 2015 auk þess að hafa hafnað í níunda sæti í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum árið 2015.
Hlaup.is mun fylgjast með afrekum þessara tólf hlaupara eftir fremsta megni.
Nánar um UT4M fjallahlaupin.
Nánar um UTMB fjallahlaupin.
Heimild: Ágúst Kvaran og Fésbókarsíða íslenskra Mont Blanc hlaupara.