Það dregur heldur betur til tíðinda á sunnudaginn þegar Kári Steinn Karlsson tekur þátt í maraþonhlaupi í Düsseldorf. Þar mun Kári Steinn freista þess að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó sem fram fara í haust.Ólympíulágmarkið er 2:19 sem er vel viðráðanlegt fyrir Kára Stein en Íslandsmet hans er 2:17:12. Það er því ljóst að íslenska hlaupasamfélagið verður límt við tölvuskjánna á sunnudaginn þegar Kári Steinn reynir við lágmarkið.Kári Steinn er fullur bjartsýni fyrir hlaupið eins og kom fram í viðtali hlaup.is í febrúar síðastliðnum. Þar kom fram að síðasta ár hefði reynst honum erfitt eftir að hann "lenti á vegg" í Hamborg fyrir ári síðan. Nú sé hins vegar að duga eða drepast enda verður róðurinn í átt að Ríó mjög þungur náist takmarkið ekki á sunnudag.Hlaup.is verður að sjálfsögðu á vaktinni á sunnudaginn og mun reyna að uppfæra fréttir af hlaupinu eins og þær berast. Hlaup.is sendir Kára Steini baráttukveðjur og hvetur íslenska hlaupasamfélagið til að senda jákvæða strauma til Düsseldorf á sunnudaginn.
birt 23. apríl 2016