Tveir Íslendingar keppa á Evrópumeistaramóti öldunga

birt 17. maí 2018

Evrópumeistaramót öldunga í 10km og hálfu maraþoni fer fram í Alicante um Hvítasunnuhelgina. Tveir keppendur frá Íslandi eru skráðir til leiks, Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR (40-44 ára flokk) og Víðir Þór Magnússon úr FH (50-54 ára flokk).

Þeir félagar setja aðal fókusinn á 10km hlaupið sem fer fram 18:45 að staðartíma á föstudaginn.  Um 600 manns eru skráðir til þátttöku. spáð er 21°hita og 5m/sek.  Spánverjar lofa flatri braut og því verður gaman að fylgjast með hvort góðir tímar nást.