Tveir nýjir meðlimir voru teknir inn í "Félag 100 km hlaupara á Íslandi" mánudaginn 13. nóvember, 2006 við hátíðlega athöfn. Þetta voru þeir Hilmar Guðmundsson og Guðmundur Magni Þorsteinsson, sem luku 100 km keppnishlaupinu " Aarhus 1900´s km" 9. september síðastliðinn.
Myndir frá athöfninni er að finna á vefsíðu félagsins, en einnig er hægt að sjá myndir frá hlaupi þeirra félaga.
Með inntöku þeirra félaga eru félagsmenn orðnir 13 talsins og heildarfjöldi 100 km keppnishlaupa sem íslendingar hafa þreytt er 17. Ljóst er að mikil gróska er hlaupin í ofurmaraþonhlaup landans og vitað er fyrir víst um fleiri væntanlega nýliða sem hyggja á 100 km keppnishlaup á næsta ári.
Ágúst Kvaran, formaður Félags 100 km hlaupara á Íslandi.