All Iceland ltd., ferðaskrifstofan í London sem rekin er af Jórunni Jónsdóttur og Brynhildi Sverrisdóttir og sérhæfir sig í ferðum til Íslands hélt kynningu í London þann 14. mars sl. á 3 nýjum sérhæfðum hlaupaferðum til Íslands.
Ofurhlaup á Íslandi í Vatnajökulsþjóðgarði í sumar, OMM hlaup á Reykjanesi í maí og Parkrun í Reykjavik í lok maí.
OMM rathlaup
Í maí verður haldið OMM rathlaup, en OMM stendur fyrir "Original Mountain Marathon". Þetta hlaup er mjög erfitt, en farnir eru 80 km á 2 dögum í tveggja manna liði og þurfa þátttakendur að bera allan farangur þe. tjald, svefnpoka, mat osfrv. þar sem gist er í tjaldi á leiðinni. Hlaupið hefst þann 18. maí nk. og verður hlaupið á Reykjanesskaga og endað í Bláa Lóninu. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu All Iceland., ltd. www.all-iceland.co.uk.
Skipulagning hlaupsins er gerð í samvinnu við Iceland Express, Icelandair hótelið í Keflavík, Bláa Lónið og Markaðsskrifstofu Suðurnesja. Þá hafa landeigendur á Reykjanesskaga einnig komið að málinu og hafa veitt leyfi fyrir hlaupinu.
Íslendingar eru að sjálfsögðu velkomnir og er hér kjörið tækifæri fyrir Íslendinga að spreyta sig á OMM. www.theomm.com
Parkrun
Parkrun er hlaupaklúbbur yfir 110.000 hlaupara í Bretlandi. Í annað sinn stefna "Parkrun hlauparar til Íslands" en 40 manna hópur hljóp fyrsta "parkrun" á Íslandi 28. október sl. Það verður boðið upp á sérstaka Parkrun ferð til Íslands lok maí og mun hópurinn hlaupa Parkrun í Árbænum þann 26.maí nk. Aftur er það Iceland Express sem tekur þátt í þessari ferð með hagstæðu tilboði á flugi fyrir hópinn, Cabin hotel hýsir fólkið og einnig er farið í Bláa lónið. All Iceland ltd., skipuleggur ferðina.
Parkrun er 5 km tímamælt hlaup sem er hlaupið á laugardagsmorgnum um allt Breland og einnig í nokkrum löndum; Danmörku, Ástralíu, Afganistan, Póllandi, Suður Afríku og Íslandi. Þetta er hlaup sem allir geta tekið þátt í án endurgjalds. Upplýsingar um hlaupið er að finna á www.parkrun.com. Upplýsingar um ferðina er að finna á www.all-iceland.co.uk
Fire and Ice Ultra hlaupið
Rúsínan er svo Fire and Ice Ultra hlaupið sem haldið verður 25. ágúst nk. í Þjóðgarði Vatnajökuls og stendur yfir í 9 daga. Hlaupið verður 250 km, frá rótum Vatnajökuls, meðfram Jökulsá á Fjöllum og er endastöðin í Ásbyrgi. Þetta er gífurlega spennandi hlaup og hefur undirbúningur staðið yfir síðan í lok júlí sl. Fulltrúar Fire and Ice Ultra fóru til Íslands í byrjun október ásamt fulltrúa All Iceland ltd., til að kanna aðstæður. Svæðið var kannað með aðstoð Sporttours.is og voru fulltrúar Fire and Ice Ultra, yfir sig hrifnir af landslagi og öllum aðstæðum.
Skilyrði sem er sett þegar verið er að finna staðsetningu fyrir hlaup er að hlauparinn upplifi amk. einu sinni á dag ævintýrarlegt landslag. Fulltrúar Fire and Ice Ultra sem hafa sjálfir hlaupið í yfir 60 löndum, sögðu að hér væri ævintýralandslagið ekki einu sinni á dag, heldur einu sinni á klukkutíma. Sjá nánari upplýsingar á All Iceland vefnum.
All Iceland ltd er í samvinnu við Fire and Ice Race Ultra við skipurlag og undirbúning hlaupsins .
Ferðin er farin í samvinnu við Iceland Express, Wowair, Hótel Kea og ferðaskipuleggjendur á Íslandi og síðast en alls ekki síst Vatnajökulsþjóðgarðs, landeigendur og íslenska ofurhlaupara. Sjá hjálagt bréf frá stjórn þjóðgarðsins varðandi leyfi fyrir hlaupið. Það er markmið okkar allra sem komum að skipulagningunni að hlaupið fari vel fram, að engin ummerki verði eftir hlaupið á viðkvæmri náttúru Íslands og að keppendur upplifi Ísland sem ævintýralegt hlaupaland. Stefnt er á að gera ofurhlaupið að árlegum viðburði.
Íslendingar eru að sjálfsögðu velkomnir að taka þátt og hér gefst kjörið tækifæri til að spreyta sig á erfiðu Ultra Maraþoni á heimaslóðum.
Við hjá All Iceland ltd. erum stolt af þessum frábæru ferðum sem eru nýjung á islenskum ferðamarkaði utan háannatímans. Við erum tilbúin að veita nánari upplýsingar í síma 44 2079280946 eða á email, info@all-iceland.co.uk.
Nánari upplýsingar í síma +44 2079280946 eða á email, info@all-iceland.co.uk.