Um fimm þúsund hlauparar þegar skráðir í Reykjavíkurmaraþon

birt 13. júlí 2015

Guðlaug Edda Hannesdóttir á fleygiferð í RM í fyrra.Tæplega fimm þúsund manns hafa nú þegar skráð sig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en það eru 18% fleiri en höfðu skráð sig á sama tíma í fyrra. Fyrir ári tóku 15.552 þátt í hlaupinu en fjöldi þátttakenda hefur aukist töluvert undanfarin ár samfara hlaupabylgjunni sem riðið hefur yfir landið og hlaup.is hefur farið ítarlega yfir í fréttaskýringu.400 sjálfboðaliðar koma að framkvæmdinniReykjavíkurmaraþonið er haldið í 32. skiptið í ár en um 400 sjálfboðaliðar koma að framkvæmdinni að þessu sinni. Boðið er upp á fjórar, maraþon, hálfmaraþon, 10 km hlaup og 3 km hlaup. Að vanda verður einnig haldið Latabæjarhlaup fyrir yngri kynslóðina í tengslum við Reykjavíkurmaraþon. Skráning fer fram á marathon.is.

Hlaup.is minnir þátttakendur á áheitasöfnunina í tengslum við Reykjavíkurmaraþon. Hlauparar geta skráð sig á hlaupastyrkur.is og safnað þar áheitum til styrktar þeim sem minna mega sín. Þegar hafa safnast 6,3 milljónir króna þegar þetta er skrifað. Í fyrra slógu hlauparar öll met og söfnuðu alls rúmlega 85 milljónum króna.