Umsóknir óskast um framkvæmd MÍ í 10 km götuhlaupi

birt 01. mars 2016

Hlaupahópur Stjörnunnar stóð fyrir Meistaramóti Íslands í fyrra.Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) óskar hér með eftir umsóknum um framkvæmd Meistaramóts Íslands í 10 km götuhlaupi karla og kvenna. Hlaupið skal fara fram á tímabilinu 15. maí - 6. ágúst. Veita skal verðlaun fyrir fyrstu þrjá karla og fyrstu þrjár konur í mark.Jafnframt skal keppt um Íslandsmeistaratitil í sveitakeppni karla og sveitakeppni kvenna. Þar gildir samanlagður tími fjögurra fyrstu í hvorum flokki til sigurs. Þá er heimilt að efna til keppni um Íslandsmeistaratitil öldunga 40-49 ára og 50 ára og eldri.Framkvæmd hlaupsins skal vera skv. 240 gr. leikreglna um frjálsíþróttir (Keppnisreglur IAAF) svo og reglugerð FRÍ um framkvæmd götuhlaupa. Sjá Lög og reglur á fri.is.

Í umsókn skal framkvæmdaraðili greina frá því hvernig hann hyggst standa að framkvæmd hlaupsins s.s. mælingu á vegalengd, merkingum, brautarvörslu, skipulag marksvæðis, tímatöku, úrslitavinnslu, verðlaunaafhendingu og annarri þjónustu við þátttakendur. Með umsókninni skal fylgja kort af hlaupaleiðinni. Umsóknir skulu berast til skrifstofu FRÍ, Íþróttamiðsstöðinni í Laugardal, í síðasta lagi 15.mars.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður P. Sigmundsson, formaður Almenningshlaupanefndar FRÍ, í síma 864-6766 eða siggip@hlaup.is.