Pakkinn samanstendur m.a. teygju, nuddbolta og ökklalóðum.Maratrix UF er nýtt fyrirtæki á vegum Ungra frumkvöðla sem sérhæfir sig í sölu á íþróttavörum. Frumkvöðlarnir ungu hjá Maratrix hafa sett saman pakka af vörum sem eiga það sameiginlegt að nýtast iþróttamönnum, t.d. hlaupurum.Í pakkanum sem er til sölu er að finna sippuband, nuddbolta, ökklalóð og teygju. Vörurnar eru seldar í handhægum bakpoka og með fylgir bæklingur með leiðbeiningum um hinar ýmsu æfingar. Med áðurnefndum pakka fylgir vikupassi í allar stöðvar World Class ad verðmæti 6.290 kr. Ungu frumkvöðlarnir selja pakkann, þ.e. bakpokann med áðurnefndum vörum ásamt vikupassa í World Class á 7.290 kr.
Vörurnar koma í fallegum burðarpoka. Pakkinn gæti til ad mynda verid frábær fermingargjöf fyrir ungt íþróttafólk. Já eða kjörin gjöf fyrir hlauparann sem vill huga vel að skrokknum milli æfinga. Teygjan er til ad mynda kjörin fyrir æfingar sem styrkja, nára, hné og ökkla. Nuddbolta má nota til ad mýkja stífa og auma vöðva fyrir eða eftir erfiða æfingu.Hinir ungu frumkvöðlar í Maratrix taka vid pöntunum og veita upplýsingar á fésbókarsíðu sinni eða í síma 858-7520.