Uppfærsla á vefsvæði hlaup.is - Alla síður öruggar (secure) með https

birt 30. júní 2017

Við hjá hlaup.is vorum að uppfæra vefsvæðið okkar þannig að allt svæðið verði öruggt með svokölluðu https forskeyti (í stað http og þá stendur "s" fyrir secure). Þetta þýðir að samskipti við allar vefsíður hlaup.is, ekki bara greiðslusíður, eru örugg. Helsta einkennið er að fyrir framan vefslóðina er nú mynd af lás. Við þessa breytingu hafa töluvert af linkum inn á vefinn brotnað, en við erum á fullu við að laga það. Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonum að allt verði komið í lag eins fljótt og auðið er.