Fimm íslenskir ofurhlauparar gerðu sér ferð alla leið í Indlandshaf, nánar tiltekið frönsku eyjunnar Réunion, til að taka þátt í hlaupi sem nefnist Grand Raid. Þrír tóku þátt í La Diagonale des Fous sem er 162 km fjallahlaup með 9643m hækkun. Tveir tóku þátt í Trail de Bourbon, 111 km fjallahlaupi með 6430m hækkun Hlaupin hófust á fimmtudag, þann 19. Október
Þau Birgir Sævarsson, Elísabet Margeirsdóttir og Börkur Árnason tóku þátt í La Diagonale des Fous og náðu öll að klára. Sannarlega flottur árangur, ekki síst hjá Elísabetu sem hafnaði í ellefta sæti í sínum flokki.
Þeir Sigurður Kiernan og Gunnar Júlíson tóku þátt í Trail De Bourbon og náðu sömuleiðis að klára með sóma, tímar þeirra liggja hins vegar ekki fyrir á heimasíðu hlaupsins að svo stöddu. Tíma þremenninganna fyrrnefndu má sjá hér að neðan.
SætiSæti/flokkiNafnTími 359131Birgir Sævarsson41:42:3942011Elísabet Margeirsdóttir42:37:551136439Börkur Árnason51:59:43