Mýrdalshlaupið fór fram á Vík í Mýrdal í ævintýralegum aðstæðum í gær, laugardag. Boðið var upp á tvær vegalengdir, 10 km og 21 km og þurftu þátttakendur að berjast við mjög erfiðar aðstæður, mikið rok og sandfok á köflum. Allir komu þó sáttir í mark eftir mikla þrekraun og höfðu á orði að hlaupaleiðin væri ævintýraleg í alla staði.
Fulltrúar hlaup.is voru á staðnum tóku myndir við ævintýralegar aðstæður upp á fjallinu við Vík og viðtöl við þátttakendur að hlaupi loknu. Það má svo sannarlega mæla með Mýrdalshlaupinu fyrir alla hlaupara, vonandi verður hægt að halda hlaupið á hefðbundnum tíma á næsta ári í örlítið skaplegra veðri.
Myndir úr Mýrdalshlaupinu á hlaup.is.
Úrslit úr Mýrdalshlaupinu að finna á hlaup.is.
Guðni Páll Pálsson stórhlaupari er einn skipuleggjanda Mýrdalshlaupsins.
Örvar Steingrímsson kom fyrstur í mark í 21 km í Mýrdalshlaupinu. Hann sagði okkur frá krefjandi hlaupi í erfiðum aðstæðum.
Það er skammt stórra högga milli hjá Elínu Edda Sigurðardóttir. Hún nældi sér í Íslandsmeistaratitil í fyrradag í 5 km götuhlaupi og sigraði svo 21 km hlaupið í kvennaflokki í Mýrdalshlaupinu. Við tókum viðtal við hana og spurðum hana út í hlaupið.
Linda Björk Thorberg Þórðardóttir sigraði 10 km hlaupið í Mýrdalshlaupinu.
Þórólfur Ingi Þórsson sigraði 10 km í Mýrdalshlaupinu á flottum tíma. Hann lenti í meiðslum í lok síðasta árs en er að koma sterkur til baka eftir að hafa jafnað sig á þeim. Hann sagði okkur frá hlaupini í dag og ýmsu fleiru.
Það var ansi hvasst í startinu á hlaupinu og sandurinn blés hressilega á hlauparana í upphafi.
Fyrstu 2-3 km í Mýrdalshlaupinu eru á brattann, en þegar upp er komið eru hlauparar verðlaunaðir með stórkostlegu útsýni yfir Vík í Mýrdal. Í meðfylgjandi vídeói sjást nokkrir af hlaupurunum í 10 km og 21 km hlaupinu upp á brúninni fyrir ofan Vík í Mýrdal.
Meðfylgjandi vídeó sýnir fyrstu hlauparana í 21 km hlaupinu koma í mark.