birt 02. janúar 2008

Uppskeruhátíð Framfara verður haldin þann 8. janúar 2008 kl. 20:00 á 3. hæð húsi Íþrótta- & Ólympíusambands Íslands Engjavegi 6 í Laugardal.

Dagskrá

  1. Notagildi mjólkursýruprófa
    Erindi: Halldóra Brynjólfsdóttir, Þórarinn Sveinsson Rannsóknarstofu í Hreyfivísindum við Háskóla Íslands
    Fjallað verður almennt um áreiðanleika og notagildi mjólkursýruprófa og annarra þolprófa. Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar á mjólkursýru- og þolprófum en rannsóknin sýndi fram á að nýtt hlaupa- próf er áreiðanlegri mæling á mjólkursýruþröskuldi en hefðbundnar og dýrari aðferðir. Margir Íslenskir millivegalengda- og langhlauparar tóku þátt í rannsókninni og ætti efnið því að vera áhugavert fyrir marga.
  2. Verðlaunaafhending fyrir Víðavangshlaupaseríu Framfara 2007
  3. Viðurkenningar Framfara fyrir árið 2007
    • Hlaupari ársins í kvennaflokki & karlaflokki
    • Skokkklúbbur ársins
    • Efnilegasti unglingurinn
    • Mestu framfarir ársins
    • Viðurkenningar fyrir met í millivegalengdum & langhlaupum

Stjórn Framfara