Uppskeruhátið Framfara miðvikudaginn 29.11

birt 28. nóvember 2006

Uppskeruhátíð Framfara verður haldin miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20 á 3. hæð í húsi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Engjavegi 6.

Dagskráin hefst á því að Pétur Frantzson, Elín Reed, Gunnar Richter og Ellert Sigurðarson segja frá LANGhlaupum sumarsins sem þau hafa tekið þátt í, í máli og myndum.

Einnig verða veitt verðlaun fyrir víðavangshlaupaseríu Framfara og New Balance og að lokum verða veitt verðlaun til hlaupara ársins í kvenna- og karlaflokki, efnilegasta hlauparans, skokkklúbbs ársins og að síðustu verða Framfaraverðlaunin veitt.

Allir áhugamenn um millivegalengdir og langhlaup eru hvattir til að mæta.