Á sumardaginn fyrsta skipuleggur ATORKA mannrækt í Mosfellsbæ "Úr sveit til sjávar" í annað sinn.
Þátttakendur eiga val um að hlaupa, skauta eða hjóla um 40 km leið frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal að Gróttu á Seltjarnarnesi. Dagskráin hefst klukkan 10:00 á kynningu á safninu. Trimmið hefst kl. 10:30 og verður hægt að fá vökva og hressingu við Íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ, á móts við Gufunesbæinn, í Elliðaárdal, í Nauthólsvík og að lokum út í Gróttu.
Þátttökugjald er 500 kr.
Nánari upplýsingar: Gunnlaugur s: 699-6684, e-mail: gbo@bhs.is