Úrslit í vali á langhlaupara ársins 2012

birt 26. janúar 2013

Verðlaunaafhending fyrir langhlaupara ársins 2012 fór fram í laugardaginn 19. janúar. Langhlauparar ársins voru kosnir af hlaupurum og notendum hlaup.is og urðu Rannveig Oddsdóttir og Kári Steinn Karlsson fyrir valinu. Í öðru sæti urðu Arndís Ýr Hafþórsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson og í þriðja sætinu urðu Martha Ernstdóttir og Björn Margeirsson.

Dregið var úr nöfnum þeirra sem kusu í þessari kosningu og var nafn Sigríðar Ólafsdóttur dregið út og fékk hún Brooks hlaupaskó að eigin vali.

Á annað hundrað tilnefningar til langhlaupara ársins 2012 bárust og voru samtals 44 hlauparar tilnefndir, þar af 16 konur og 28 karlar.

Í ár var ákveðið að kosningin yrði með aðeins breyttu sniði þannig að í stað þess að kjósa einn karl og eina konu, þá gáfu hlauparar stig frá 1 upp í 5. Með þessu fyrirkomulagi varð keppnin ennþá meira spennandi.

Þeir aðilar sem lögðu til viðurkenningar og verðlaun í þessu kjöri eru:

  • Íslandsbanki gaf fyrstu verðlaun 25.000 kr gjafakort.
  • Sportís, umboðsaðili Asics gaf önnur og þriðju verðlaun, góða Asics vetrarhlaupaboli.
  • Scanco, umboðsaðili Brooks, gaf Brooks hlaupaskó í útdráttarverðlaunin.
  • hlaup.is gaf Squeezy orkuvörur öllum sem tilnefndir voru.


Allir tilnefndir. Á myndina vantar Ósk, Björn og Arndísi


Verðlaunahafar. Á myndina vantar Björn Margeirsson og
móðir Arndísar tók við verðlaunum hennar.


Rannveig og Kári Steinn


Sigríður Ólafsdóttir tekur við útdráttarverðlaunum