Flottar fjallageitur, fv. Hafdís, Halldóra og Jóda.Íslensku valkyrjurnar þrjár sem tóku þátt í UT4M hlaupunum sem fram fóru um helgina, kláruðu allar með miklum. UT4M eru gríðarlega krefjandi utanvega- og fjallahlaup sem fara fram ár hvert í nánd við Grenoble í Frakklandi.Þær Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir (#2155) og Jóda Elín Valgerður Margrétardóttir (#2154) tóku þátt í UT4M Master 100 hlaupinu sem er 95 km hlaup með 5500m D+ samanlagðri hækkun. Hafdís Guðrún lauk hlaupinu á 18:07:22, hafnaði í 177 . sæti í heildina og í 1. sæti í sínum aldursflokki (V1F).Jóda Elín kláraði á 21:56:28 í 335 . sæti í heildina og í 6. sæti í sínum aldursflokki (V1F).Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé (# 507) tók þátt í UT4M XTREM 160, sem er 169 km með 11000 D+ samanlagðri hækkun. Halldóra lauk hlaupinu á 48:04:46, í 214 sæti ´iheilda og í 8. sæti í sínum aldursflokki (V1F).
Sannarlega flottur árangur hjá þessu miklu fjallageitum.
Nánari upplýsingar um hlaupin á árangur keppendanna má finna á heimasíðu UT4M.
Heimild: Ágúst Kvaran.