Valur Skokk - Nýr skokkhópur í Hlíðunum.

birt 16. nóvember 2007

Stofnaður hefur verið nýr skokkhópur í tengslum við íþróttastórveldið Val í Hlíðunum.

Til að byrja með verða tvær æfingar í viku, þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30, en stefnt er að því að fjölga þeim í þrjár með vorinu. Lagt er upp frá Valsheimilinu við Hlíðarenda en hlaupaleiðir og vegalengdir verða breytilegar m.t.t. fjölda, áhuga og getu þátttakenda en úrval góðra hlaupaleiða er á svæðinu. Hópurinn hefur heimild til að nýta aðstöðuna að Hlíðarenda til að skipta um föt, teygja og þess háttar.

Allir eru velkomnir á hlaupaæfingar Vals, jafnt byrjendur sem lengra komnir, og líka Framarar en KR-ingar síður en þó engu að síður.
Hægt er að skrá sig á póstlista skokkhópsins með því að fara inná vefsvæði hans http://groups.google.com/group/valur-skokk og skrá sig þar eða senda póst á gislivh@gmail.com og verður ykkur þá bætt á listann.

Netfang póstlistans er valur-skokk@googlegroups.com. Hópurinn hefur einnig komið sér upp bloggsíðu þar sem unnt verður að nálgast upplýsingar um æfingar o.fl. og skiptast á skoðunum. Slóðin er: http://skokk.bloggar.is/