Vegleg úrdráttarverðlaun í marsmaraþoni

birt 11. mars 2007

Fjöldi fyrirtækja gefur úrdráttarverðlaun í marsmaraþoni Félags maraþonhlaupara, svo þátttakan ein ætti að geta skilað veglegum verðlaunum.

  • P. Ólafsson einn gaf Polar púlsmælir RS200sd að verðmæti rúmlega 22.000,- kr.
  • Gallerý Kjöt gefur tvær gjafaöskjur að verðmæti 6.000,- kr hver
  • Pólarís gefur tvo gjafabréf á Ascics GT-1220 hlaupaskó, að upphæð ca.15.000,- kr hvert par
  • Bókaútgáfan Salka gefur tvær bækur: Teygjur og Hreystin kemur innan frá.
  • Bókaútgafan Edda gefur þrjár bækur: Íslensk fjöll, Kortabók og Landið okkar (ljósmyndabók)
  • B.Magnússon HF gefur eina gjafakörfu af EAS vörum úr orkulínunni.
  • Fjölvi gefur 2x ársáskrift af tímaritinu Útivera.
  • Hummel gefur eina íþróttatösku ásamt ýmsum Hummel vörum.
  • Bændaferðir gefa eitt gjafabréf á bændagistingu fyrir tvo í tvær nætur.

Nánari upplýsingar í Dagbókinni eða í Dagskrá hlaupa 2007.