Vestmannaeyjahlaupið fer fram - þátttakendur þurfa að taka Herjólf föstudagskvöld

birt 31. ágúst 2018

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun laugardag. Allt samkvæmt áætlun. Veðurspáin fyrir laugardaginn er ekki slæm, en Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrramálið. Þannig að ekki er hægt að koma á morgun í hlaupið.

Þeir sem geta komið í dag með Herjólfi kl.19:00 frá Þorlákshöfn geta breytt miðanum og fá frítt, hafið samband með því að senda skilaboð á skipleggjendur (maggibraga@outlook.com)

Ölduspáin gerir ráð fyrir lækkandi öldu við Landeyjahöfn á morgun. Ef siglt verður til Landeyjahafnar seinnipartinn mun Herjólfur útvega far til Þorlákshafnar fyrir þá sem geyma bílinn þar. Þeir sem vilja afbóka skráninguna í hlaupið geri það með því að senda póst á torfi@hlaup.is fyrir klukkan 20:00 í kvöld. Látum berast.