Vestmannaeyjahlaupið og Gullspretturinn eru hlaup ársins 2019

uppfært 25. ágúst 2020

Vestmannaeyjahlaupið götuhlaup ársins 2019 - Gullspretturinn utanvegahlaup ársins 2019
Val á hlaupum ársins var einnig kunngjört á verðlaunaafhendingunni í gær, laugardag. Vestmannaeyjahlaupið er götuhlaup ársins og Gullspretturinn utanvegahlaup ársins. Í flokki götuhlaupa hafnaði Adidas Boost hlaupið í öðru sæti og Icelandair hlaupið í því þriðja. Í flokki utanvegahlaupa hafnaði Vesturgatan í öðru sæti og Laugavegshlaupið í þriðja.

Hlaup ársins 2019
Frá vinstri: Þórólfur Ingi Þórsson fulltrúi Vestmannaeyjahlaupsins og fulltrúar Gullsprettsins.

Rétt eins og með valið á langhlaupurum ársins þá eru það lesendur hlaup.is sem velja hlaup ársins með einkunnagjöfum.

Röð

Götuhlaup 

1

Vestmannaeyjahlaupið

2

Adidas Boost hlaupið

3

Icelandair hlaupið

Röð

Utanvegahlaup

1

Gullspretturinn

2

Vesturgatan - hlaupahátíð

3

Laugavegshlaupið

Hlaup Ársins Allir (1) (1)
Tveir fulltrúar Icelandair hlaupa, fulltrúi Addidas Boost (Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppe), fulltrúi Vestmannaeyjahlaups (Þórólfur), fulltrúi Laugavegshlaups (Jóna), fulltrúi Vesturgötunnar, tveir fulltrúar Gullsprettsins.

Hér að neðan má sjá viðtöl við sigurvegara