Víðavangshlaup ÍR er nú hlaupið 90. árið í röð. Fyrst var hlaupið 1916 og hefur ekki fallið úr ár síðan. Þetta er sennileg næstelsti samfelldi íþróttaviðburður Íslendinga á síðari tímum. Í tilefni hlaupsins voru gerðir sérstakir verðlaunapeningar sem allir þátttakendur fá. Auk þess verða mjög glæsileg 1. verðlaun í karla- og kvennaflokki: Garmin 301 GPS vegalengdarmælir og púslmælir að verðmæti 24 þúsund krónur. Það eru R.Sigmundsson og hlaup.is sem gefa þessi góðu verðlaun. Kaffihlaðborðið eftir hlaupið verður veglegt, eins og hæfir á afmælisári.
Athugið að hægt er að forskrá sig í hlaupið hér á hlaup.is.