Víðavangshlaup Saucony og Framfara 2013 - Lokastaðan

birt 04. nóvember 2013

Fjórða og síðasta hlaup í Víðavangshlauparöð Saucony og Framfara fór fram í köldu blíðskaparveðri á tjaldstæðinu í Laugardal þann 3 .nóvember. Hlaupið var jafnframt brautarprufa fyrir Norðurlandamótið í víðavangshlaupum sem fer fram á sama stað laugardaginn 9.nóvember. Segja má að öll hlauparöðin hafi verið nokkuð lituð af því að undirbúa hlaupara fyrir NM, til dæmis með óvenjulöngum vegalengdum í lengra hlaupinu. Þátttaka hefur verið nokkuð eftir því fámenn en mjög góðmenn. Horfið verður aftur til fyrri vega á árinu 2014 hvað vegalengdir og annað keppnissnið varðar.
Um úrslit er það að segja að áfram héldu Kári Steinn, Björn, Fríða, Aníta, Andrea og Reynir héldu áfram að skipa sér í efstu sætin. Úrslit voru nokkuð skýr í stigakeppni allra flokka nema í karlaflokki þar sem grípa þurfti til úrslita í öllum fjórum hlaupum til að skera úr milli þeirra, og jafnvel þá munaði aðeins einu stigi. (Úrslit eru þó birt miðað við þrjú hlaup)  Ekki náðist að afhenda verðlaun á staðnum en þeim verður komið til verðlaunahafa fyrr en síðar.
Framfarir þakka að lokum öllum þátttakendum fyrir og hvetja sem flesta til að mæta á Norðurlandamótið þann 9. nóvember og hvetja okkar fólk. Hlaupadagskrá hefst kl. 13 og aðgangur er ókeypis.