Víðavangshlaupasería Framfara lauk með síðasta hlaupinu þann 12. nóvember

birt 27. nóvember 2011

8. Víðavangshlauparöð Framfara og New Balance á Íslandi var leidd til lykta í blíðskaparveðri við Borgarspítalann þann 12. nóvember síðastliðinn.

Sem fyrr var þáttaka góð og góður rómur gerður að framkvæmdinni. Hlauparöðin í ár er sérstök fyrir þær sakir að hafa slegið öll fyrri þáttökumet, sbr. töfluna hér að neðan sem sýnir hversu margir telja til stiga á hverju ári:

  • 2011: 59
  • 2010: 37
  • 2009: 38
  • 2008: 23
  • 2007: 42
  • 2006: 34
  • 2005: 37
  • 2004: 21

Helst munar um þáttöku yngri kynslóðarinnar með innleiðingu sérstaks flokks fyrir undir 16 ára, en hópur óhemjuduglegra krakka hefur mætt samviskusamlega og hlaupið ýmist annað eða bæði hlaupin.

Framfarir kunna New Balance á Íslandi (Afreksvörum) sem fyrr hinar bestu þakkir fyrir verðlaun fyrir stigakeppni karla og kvenna, inneignir til skókaupa og sokkapör.

Einnig fær Actavis þakkir fyrir útdráttarverðlaun og annan stuðning, t.d. prentun númera og auglýsinga.

Að lokum fá allir þáttakendur þakkir og eru boðnir velkomnir að ári.