FRÍ (Frjálsíþróttasambands Íslands) vill koma á framfæri leiðbeiningum og viðmiðum við val á landsliði í utanvega- og fjallahlaupum. Þar eru skilgreind þau viðmið sem langhlaupanefnd FRÍ skal hafa að leiðarljósi við val á einstaklingum til keppni í utanvega- og fjallahlaupum.Við val á keppendum/liði styðst Langhlaupanefnd FRÍ við faglegt mat nefndarmanna, þar sem vel fyrirfram skilgreind viðmið eru höfð að leiðarljósi. Langhlaupanefnd FRÍ hefur þó heimild til að óska eftir áliti þriðja aðila meti nefndin að slíkt geti enn frekar stutt við faglegt mat sitt.Valið á kvenna- og karlaliði fer fram eigi síðar en 1.febrúar 2017 en eftir það eigi síðar en 15.janúar ár hvert. Lesa má leiðbeiningarnar og viðmiðin í heild sinni undir liðnum Fróðleikur/Reglur á hlaup.is.
birt 23. janúar 2017