Á aðalfundi Framfara voru veittar viðurkenningar í 5 flokkum fyrir árangur árið 2004.
Hlaupari ársins 2004 í karlaflokki er Björn Margeirsson. Þar vegur þyngst Íslandsmet hans í 800 m hlaupi innanhúss 1:52:04.
Hlaupari ársins 2004 í kvennaflokki er Íris Anna Skúladóttir. Hún hefur sýnt geysimiklar framfarir á árinu og staðið sig mjög vel í hlaupum ársins.
Skokkklúbbur ársins 2004 er ÍR-Skokk. Gunnar Páll Jóakimsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins.
Efnilegasti unglingurinn árið 2004 er Íris Anna Skúladóttir.
Mestu framfarir ársins 2004 sýndi Kári Steinn Karlsson. Hann hefur á nú 18 besta tíma frá upphafi í 5000m hlaupi, 15 besta tímann í 10.000m hlaupi og náði frábærum árangri í Norðurlandameistaramóti í Víðavangshlaupi á árinu.
Á fundinum héldu Björn Margeirsson, Gunnar Páll Jóakimsson og Jón Sævar Þórðarson fyrirlestra um styrkleika- og liðleikaæfingar. Björn lýsti því hvernig hann hefur komist yfir margháttuð meiðsli sín með því að taka þrek- og lyftingaæfingar. Gunnar Páll fór yfir áhrif liðleika vs. stirðleika á árangur í hlaupum og Jón Sævar sagði frá sértækum æfingum Stefano Baldinis, sem vann maraþonhlaupið á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Allt mjög áhugaverðir fyrirlestrar.
Meðfylgjandi myndir sýna verðlaunahafa og fyrirlesara.
|
|
|
|
|
|