Viðurkenningar Framfara fyrir árið 2004

birt 02. desember 2004

Á aðalfundi Framfara voru veittar viðurkenningar í 5 flokkum fyrir árangur árið 2004.

Hlaupari ársins 2004 í karlaflokki er Björn Margeirsson. Þar vegur þyngst Íslandsmet hans í 800 m hlaupi innanhúss 1:52:04.

Hlaupari ársins 2004 í kvennaflokki er Íris Anna Skúladóttir. Hún hefur sýnt geysimiklar framfarir á árinu og staðið sig mjög vel í hlaupum ársins.

Skokkklúbbur ársins 2004 er ÍR-Skokk. Gunnar Páll Jóakimsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins.

Efnilegasti unglingurinn árið 2004 er Íris Anna Skúladóttir.

Mestu framfarir ársins 2004 sýndi Kári Steinn Karlsson. Hann hefur á nú 18 besta tíma frá upphafi í 5000m hlaupi, 15 besta tímann í 10.000m hlaupi og náði frábærum árangri í Norðurlandameistaramóti í Víðavangshlaupi á árinu.

Á fundinum héldu Björn Margeirsson, Gunnar Páll Jóakimsson og Jón Sævar Þórðarson fyrirlestra um styrkleika- og liðleikaæfingar. Björn lýsti því hvernig hann hefur komist yfir margháttuð meiðsli sín með því að taka þrek- og lyftingaæfingar. Gunnar Páll fór yfir áhrif liðleika vs. stirðleika á árangur í hlaupum og Jón Sævar sagði frá sértækum æfingum Stefano Baldinis, sem vann maraþonhlaupið á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar. Allt mjög áhugaverðir fyrirlestrar.

Meðfylgjandi myndir sýna verðlaunahafa og fyrirlesara.


Fríða Rún setti fundinn og flutti stutta skýrslu stjórnar


Björn Margeirsson tekur við viðurkenningu sem Hlaupari ársins 2004 í karlaflokki


Íris Anna Skúladóttir tekur við viðurkenningu sem Hlaupari ársins 2004 í kvennaflokki og sem Efnilegasti unglingurinn árið 2004


Kári Steinn Karlsson tekur við viðurkenningu fyrir Mestu framfarir ársins 2004


Gunnar Páll tekur við viðurkenningu fyrir Skokkhóp ársins 2004


Jón Sævar messar yfir fundarmönnum