Langhlauparar ársins 2013 Kári Steinn og Helen eru á leiðinni á HM.Sjö af bestu langhlaupurum Íslands munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í hálfmaraþoni sem fram fer í Kaupmannahöfn 29. mars næstkomandi. Frjálsíþróttasamband Íslands situr ekki á digrum sjóðum og því hafa velunnarar hópsins verið að leita leiða til að fjármagna ferðina, en kostnaðurinn er um 600 þús. kr.Framfarir - hollvinafélag millivegalengdar- og langhlaupara hefur lagt sitt að mörkum með því að gefa allan aðgangseyri að síðasta fyrirlestri félagsins í ferðasjóð íslenska hópsins.Ef ekki næst að safna fyrir ferðinni þurfa keppendir að greiða það sem eftir stendur úr eigin vasa. Hlaup.is vill biðla til hlaupara og annarra velunnara að leggja okkar frábæru hlaupurum lið í þessu verkefni.
Sýnum að hlaupasamfélagið stendur saman! Munum að margt smátt gerir eitt stórt. Öll framlög eru vel þegin.Reikningsnúmer: 0544-26-35333Kennitala: 280257-3549Íslenska liðið skipa:Karlar:Kári Steinn KarlssonÞorbergur Ingi JónssonArnar PéturssonIngvar HjartarsonArnar Péturson mun spæna malbikið á HM í Köben.Konur:Helen Ólafsdóttir,Arndís Ýr HafþórsdóttirMartha ErnstsdóttirÞjálfarar/fararstjórar:Gunnar Páll JóakimssonSigurður P. SigmundssonFrétt hlaup.is um þátttöku íslenska hópsins. Martha Ernstdóttir er hokin af reynslu.