Hér á hlaup.is er hægt að gefa öllum hlaupum ársins einkunn. Það er mikilvægt að bæði hlaupahaldarar og aðrir hlauparar sjái af hvaða gæðum hvert hlaup er með tilliti til hinna ýmsu þátta í hlaupunum.
Lokað verður fyrir einkunnagjöf hlaupa 2010 á miðnætti fimmtudaginn 20. janúar. Ef þú ert á lista hlaupara sem gefa einkunn fyrir þann tíma (gildir frá ársbyrjun 2010 til 20. janúar 2011) þá hefur þú möguleika á að vinna Under Armour hlaupaskó, Perfekta drykkjarbelti, Seger hlaupasokka eða Squeezy gelkassa (10 gel). Samtals verða dregin út 7 verðlaun.
Hægt er að gefa hlaupinu eina heildareinkunn og síðan hverjum einstökum þætti þess líka. Eftirfarandi þættir eru metnir:
- Hlaupaleið: Er hlaupaleiðin góð, skemmtileg, erfið, hindranalaus (þar sem það á við) ?
- Brautarvarsla: Eru brautarverðir á öllum stöðum sem hlauparar þurfa að fá ábendingu um leið og sinna sínu hlutberki vel, eru þeir vel sýnilegir ?
- Brautarmerkingar: Eru góðar brautarmerkingar sem tryggja að alltaf er ljóst hvaða leið á að fara ?
- Drykkjarstöðvar: Eru drykkjarstöðvar, hæfilega margar, auðvelt að komast að þeim, drykkir í lagi ?
- Tímataka: Hvernig er staðið að tímatökunni, skiluðu rétt úrslit sér á vefinn fljótt og vel, eru viðurkenndur búnaður notaður, er markklukka í markinu ?
- Marksvæði: Er auðvelt að komast í mark og rennur sem tilheyra því, eru drykkir eða aðrar veitingar í boði, er einhver aðstaða fyrir hlaupara við marksvæði, er markklukka ?
- Verðlaun: Eru verðlaun vegleg, eru útdráttarverðlaun ?
- Tímasetning: Er tímasetning á hlaupinu góð bæði hvað varðar dagsetningu og tíma innan dags ?
- Skipulagning: Virðist almennt vera gott utanumhald og skipulag í hlaupinu ?
Athugið að fleiri þættir mega hafa áhrif á ykkar mat og í sumum tilfellum á einhver þátturinn ekki við. Þá er sleppt að svara honum.
Til viðbótar er athugasemdadálkur þar sem hægt er að skrifa frjálsan texta og koma skoðunum og ábendingum á framfæri.