Vonbrigði hjá Kára Steini í Hamborg

birt 26. apríl 2015

Hlutirnir féllu ekki með Kára Steini í dag.Kári Steinn Karlsson var á ferðinni í morgun þegar hann tók þátt í Hamborgarmaraþoninu. Skemmst er að segja frá því að okkar maður var töluvert frá sínu besta, hafnaði í 29. sæti á tímanum á 02:21:20 sem er töluvert frá Íslandsmeti sem er 02:17:12. Samkvæmt fésbókarsíðu Gunnars Gunnars Páls Jóakimssonar, þjálfara Kára Steins, gekk allt að óskum í fyrri hluta hlaupsins en þegar tók að líða á fór að halla unda fæti og því fór sem fór.Því er ósennilegt að Kári Steinn taki þátt í Peking í lok ágúst og líklegt er að næsta maraþonverkefni hans verði Berlínarmaraþonið í lok september. Sjö aðrir íslenskir hlauparar tóku þátt í hlaupinu m.a. góðkunningi hlaup.is, Stefán Guðmundsson sem kom í mark á tímanum 02:36:33.Lesið viðtal hlaup.is við Kára Stein um komandi verkefni frá því í mars.Sjáið áhugavert myndbandsviðtal hlaup.is við Stefán Guðmundsson frá því í febrúar 2014.