Vormaraþon FM fór fram í blíðskaparveðri - Myndasýnishorn

birt 26. apríl 2015

Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fór fram í dag í frábæru veðri, að vanda. 180 hlauparar tóku þátt að þessu sinni, 161 í hlupu hálfmaraþon og 19 maraþon. Heildarúrslit má finna á hlaup.is en hér að neðan má sjá lista yfir efstu sætin í hlaupinu.

Maraþon
Úrslit í karlaflokki:
Margeir Kúld Eiríksson, Afrekshópur. 03:04:51
Trausti Valdimarsson, Laugaskokk/Ægir3. 03:12:48
Erlendur Steinn Guðnason, KR skokk. 03:14:56

Úrslit í kvennaflokki
Eva Ólafsdóttir, Afrekshópur. 03:34:30
Elsa Þórisdóttir. 04:20:42.

Hálfmaraþon
Úrslit í karlaflokki:
Ingvar Hjartarson, Adidas-Fjölnir. 01:17:04
Rúnar Örn Agústsson, 3SH. 01:17:31
Jósep Magnússon, Flandri. 01:20:39

Úrslit í kvennaflokki:
Anna Berglind Pálmadóttir, UFA-Eyrarskokk. 01:26:53
Melkorka Árný Kvaran, Útipúl. 01:34:33
Sigurbjörg Eðvarsdóttir, ÍR. 01:34:51


Margeir Kúld Eiríksson bar sigur úr býtum í maraþonhlaupinu í dag, kom í mark á 03:04:51.


Eva Ólafsdóttir var hlutskörpust kvenna í maraþonhlaupinu, kom í mark á 03:34:30.


Ingvar Hjartarson tv. og Rúnar Örn Ágústsson háðu harða keppni í hálfmaraþoni sem endaði með sigri Ingvars.


Það er orðin órjúfanleg hefð að Haust- og Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fari fram í góðu veðri.


Þrír harðir í einum hnapp - hafa eflaust barist til síðasta blóðdropa.


Tekið á því.


Tvær léttar


Rosalega er gaman.