Samfara 99. Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta fer fram Meistaramót Íslands í 5 km götuhlaupi. Hlaupið verður frá Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12, 23. apríl, en hlaupið er á stígum og gangstéttum umhverfis tjörnina.Meistaramót Íslands skiptist í einstaklingskeppni karla og kvenna auk þess sem keppt er í fimm manna sveitakeppni karla og kvenna. Í sveitakeppninni gildir samanlagður tími fimm fyrstu keppenda í hverri sveit, leyfilegt er að skrá fleiri en fimm hlaupara í hverja sveit. Sveitakeppnin er einkar skemmtileg og frábært keppnisform t.d. fyrir vinahópa til að koma sér í gang fyrir hlaupasumarið.Kári Steinn Karlsson bar sigur úr býtum í Víðavangshlaupi ÍR í fyrra, eins og reyndar öðrum hlaupum sem hann tók þátt í 2013.
Hlaupið er kjörið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að koma og taka þátt í sama hlaupinu, allir á sínum forsendum. Að hlaupi loknu er svo hægt að fagna sumardeginum fyrsta í miðbæ Reykjavíkur.
Forskráning á hlaup.is er til miðnættis 23. apríl. Skráning verður í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl 10:30 til kl 11:45 á hlaupadegi. Nánar um hlaupið hér.