xStyttu biðina eftir hlaupasumrinu: Örfá sæti laus í hálfmaraþon í New York í mars

birt 11. mars 2015

Að hlaupa á götum Manhattan er stórkostleg upplifun.Margir halda að hið einna sanna New York maraþon sé einasti möguleikinn til að njóta New York borgar á hlaupum. Svo er aldeilis ekki, en á hverju ári fer fram hálfmaraþon borgarinnar. Bændaferðir hafa af því tilefni efnt til hópferðar til New York 14.-19. mars næstkomandi.Ennþá eru örfá sæti laus í þessa skemmtilegu ferð sem heillar eflaust marga, t.d. þá sem ekki hafa áhuga á heilu maraþoni en langar þrátt fyrir það að reyna sig í stórborgarhlaupi. Sjálft hlaupið fer fram 16. mars og því er þetta kjörið tækifæri fyrir áhugasama til að sameina hlaupa- og borgarferð í einum pakka.

Hlaupið er á Manhattan, fyrri hluti leiðarinnar liggur um og í Central Park, þaðan er hlaupið niður á Times Square, áfram er haldið um stræti borgarinnar niður í Battery Park á syðsta hluta Manhattan, þar sem hlaupið endar.  Þó viðburðurinn sé aðeins smærri í sniðum en sjálft New York maraþonið þá er hann risavaxinn, til marks um það taka um 10.000 manns þátt í hlaupinu á ári hverju auk þess sem tugir þúsunda áhorfenda hvetja hlaupara áfram.

Verð í ferðina er frá 178.500 - 209.800 kr. á mann. Innifalið er flug, hótel á besta stað á Manhattan, rútuferðir til og frá flugvelli og fararstjórn. Þátttökugjald í hlaupið er 225 dollarar eða rúmar 25.000 kr. Farastjóri í ferðinni er Elísabet Margeirsdóttir, hlaupafrömuður og höfundar hlaupabókarinnar "Út að hlaupa" sem kom út fyrir jólin. Nánari upplýsingar um ferðina má fá hér.