Hlaup.is barst eftirfarandi yfirlýsing frá Ívari Trausta Jósafatssyni í kjölfar Adidas Boost hlaupsins sem fram fór á miðvikudag.
Undirritaður, Ívar Trausti Jósafatsson, ábyrgðaraðili Adidas Boost 10 km hlaupsins vill koma eftirfarandi á framfæri:
Vegna mannlegra mistaka varð vegalengdin í Adidas Boost hlaupinu eingöngu 8,7 km í stað 10 km eins og auglýst hafði verið. Ég harma þessi leiðu mistök og tek fulla ábyrgð á þeim. Þátttakendur í hlaupinu munu fá tölvupóst þar sem þeim verður boðið að taka þátt í öðru hlaupi í haust, í boði hlaupahaldara og Adidas Íslandi.
Tekið skal fram að samstarfsaðilar eins og Adidas bera enga ábyrgð á mistökum í hlaupinu. Hlaupið verður endurtekið að ári og vandað verður til verka eftir yfirför á því sem vel fór og því sem má betur fara.
Virðingarfyllst, Ívar Trausti Jósafatsson, farsími 8242266.