Ýmisleg í boði fyrir eldri hlaupara á næstunni

birt 29. nóvember 2016

Fjölmargir hlauparar hafa sýnt áhuga á að taka þátt í innanhússkeppnum og öldungamótum undanfarin ár. Af ýmsu er að taka fyrir öldunga sem vilja láta reyna á keppnisskapið. Hér að neðan má finna upplýsingar um innanhússhlaup í vetur svo og Evrópumót öldunga utanhúss í Århus í Danmörku næsta sumar sem er mjög spennandi verkefni:

Aðventumót Ármanns er 10. desember en þar er keppt í 1.000 m hlaupi kl. 15:00.

Áramót Fjölnis er 29. desember. Væntanlega keppt í 800 og/eða 1.500 m.

MÍ öldunga (35-39 ára, 40-44 ára o.s.frv.) innanhúss fer fram í Kaplakrika 21.-22. janúar 2017. Þar er keppt í 800 og 3.000 m hlaupi.

Stórmót ÍR þar sem margir Færeyingar á okkar getustigi hafa tekið þátt verður 11.-12.febrúar í Laugardalshöll - opið öllum.

MÍ aðalhluti fer fram 18.-19.febrúar í Laugardalshöll - allir sem vilja geta verið með.

Evrópumót öldunga (40-44 ára, 45-49 ára o.s.frv.) utanhúss fer fram í Århus 27.júlí - 6.ágúst 2017. Dagskráin er þannig að 10.000 m fara fram 27.júlí, 1.500 m þann 29.júlí, 800 og 5.000 m fara fram 3.ágúst og hálfmaraþonið sem er hluti af Århus hálfmaraþoninu (10 þús keppendur) fer fram 6.ágúst. Töluverður hópur íslenskra frjálsíþróttamanna stefnir að þátttöku í mótinu enda stutt að fara. Auðvelt er að setja mótið inn í sumarfríið enda stutt í allar áttir frá Danaveldi. Sjá nánari upplýsingar á www.emacs2017.com.

MÍ öldunga, sem upplagt er að nota til upphitunar fyrir EM, fer fram á Laugardalsvelli 22.-23.júlí.