birt 21. desember 2016

Notið keppnishlaupin sem eru í boði til að taka bestu æfingu vikunnar. Verið ekki feimin við að hvíla aðeins fyrir keppnishlaupin og negla svo á það. Keppnin er alltaf besta æfingin.

Best er að borða sem allra fyrst eftir átökin, best ef innan 30 mínútna frá því að æfingunni líkur en 60 mínútna glugginn er hámarkið, eftir það dregur úr afli endurheimtarinnar og hægist á henni.

Matur Brenda Godinez Zn 7Fzol1w Unsplash
Kolvetnarík fæða er nauðsynleg fyrir hlaupara. Mynd B.Godinez/Unsplash.com

Munið að kolvetnin eru vinur ykkar en ekki óvinur. Þeir sem æfa mikið þurfa kolvetni fyrir líkamann og heilann. Best er að velja hollu kolvetnin sem eru minna unnin og innihalda sem minnstan sykur. Við sem æfum viljum fá sem mest af næringu úr þeim mat sem við borðum, því við þörfnumst þess.

Próteinin eru líka vinur ykkar. Hæfilegt magn í síðustu máltíð fyrir æfingu er um 10g en eftir æfingar 25-30g. Prótein fyrir hjálpa líkamanum að verja vöðvamassann með á átökum stendur og próteinin eftir átök, já einmitt, flýta fyrir endurheimt. Það má útbúa sinn eigin íþróttadrykk sem er án allra rotvarnarefna og því minna skaðlegur fyrir tannheilsuna. Uppskriftin er eplasafi og vatn 50-50, örlítið salt. Hrista og drekka.

Fríða Rún Þórðardóttir, þrautreyndur hlaupari og næringarfræðingur