birt 10. júlí 2016

Ragnheiður með laun erfiðisins.Ég fór að hlaupa fyrir um 10 árum síðan. Þetta byrjaði rólega en síðan fannst mér gaman að fara að lengja hlaupin og taka þátt í hinum ýmsum keppnishlaupum eins og Reykjavíkurmaraþoni og Laugavegshlaupinu. Fljótlega kom upp sú hugmynd að gaman væri að taka þátt í maraþoni erlendis. Þar sem ég vissi að ég myndi ekki endilega hlaupa mörg maraþon í útlöndum, bæði þar sem ég hef mörg önnur áhugamál og stundum er ekki tími eða fjármagn til að gera allt, þá ákvað ég strax að vanda valið mjög vel. Ef ég ætlaði mér að hlaupa aðeins einu sinni maraþon erlendis þá skildi ég velja flottasta maraþonhlaupið.Ég tók mér góðan tíma til að ræða við fólk með reynslu og kynna mér hin og þessi maraþon. Niðurstaðan var að NYC maraþonið var að margra mati það flottasta og sannarlega mikil upplifun að taka þátt í því. Það varð því úr að ég setti það á Bucket listann minn í efsta sæti. Síðan var unnið að því að láta þennan stóra draum rætast. Málin þróuðust þannig að ég og frænka mín ætluðum hlaupa saman og taka mennina okkar með. Það var því fljótt niðurstaðan að fara með Bændaferðum, þá vissum við að allt yrði tryggt, þ.e. að við báðar myndum fá aðgang að hlaupinu sem getur verið ansi snúið. ...leyfði Bændaferðum að sjá um restÞað segir sig líklegast sjálft að það er heilmikið verkefni að æfa sig fyrir maraþonhlaup. En það sem kemur á óvart er hversu flókið það er að undirbúa aðra þætti er viðkoma hlaupinu eins og að vera í réttum fatnaði og með réttan búnað.

Hvernig maður nærir sig síðustu dagana og klukkustundirnar. Hvernig maður tryggir hvíld, ró og andlegan undirbúning o.s.frv. Það getur því auðveldlega margt farið úrskeiðis í þeim undirbúningi þegar við bætist að þú ert komin til stórborgar þar sem vegalengdir eru miklar, hætta á að villast, auðvelt að verða dasaður í þessum mikla fjölda o.s.frv. En þá kom í ljós hversu gott það var að vera með Bændaferðum. Í fyrsta lagi var staðsetningin á hótelinu frábær. Allt til alls í næsta nágrenni og því þurfti ekkert að vera að þramma langar leiðir og eyða þannig mikilvægri orku. Þá var mjög stutt í Expoið þar sem við sóttum keppnisgögnin og fararstjórinn fylgdi okkur þannig að við þurftum ekki að eyða dýrmætum tíma í að skoða götukort og finna út leiðir. Þá var það mjög þægilegt að á hlaupadaginn fylgdi fararstjórinn okkur frá hótelinu að rútunum sem keyrðu okkur síðan yfir í Staten Island þar sem startið er.

Aftur var það mjög gott að þurfa ekkert að skipuleggja það sjálfur, finna út hvar þetta væri og reyna að áætla hversu langan tíma tæki að komast þangað. En í þessum efnum má auðvitað ekkert klikka, enginn vill mæta of seint í startið og missa af hlaupi sem búið er að undirbúa sig fyrir í marga mánuði og jafnvel ár. Þannig að frá því að við lentum í New York og fram að hlaupadegi gátum við hvílt okkur, upplifað New York og sett okkur í andlega gírinn fyrir hlaupið en leyfðum fararstjóranum að bera ábyrgðina á því að segja okkur hvar við ættum að vera og hvenær og koma okkur þangað.Ræs klukkan 04:00!Það voru ansi spenntar frænkur sem vöknuðu um kl. 4:00 nóttina fyrir hlaupadaginn sjálfan. Fyrsta verkefni var að nærast og síðan hitti hópurinn sem var á vegum Bændaferða fararstjórann í lobbýinu á hótelinu.Hlaupavinkonur stilla sér upp með númerin.

Við röltum saman að rútunum sem ferjuðu hlaupara yfir á Staten Island, en þá var klukkan að nálgast 6:00. Það var þarna sem ég áttaði mig á því hversu stórt og mikið þetta hlaup er. Þegar við komum á staðinn sáum við röð af ristastórum rútum eins langt og augað eygði. Og það segir sig kannski sjálft að það þarf ansi margar rútur til að ferja 50.000 hlaupara að startinu. Það var magnað að vera þarna um miðja nótt og stemmningin strax frábær. Allir spenntir og í góðu skapi og það var mikið fjör í rútuferðinni sem tók um klukkustund.

Öryggi og skipulag
Þegar við vorum komin út í Staten Island og nálguðumst öryggishliðin kom að því að taka endanlegar ákvarðanir um hvaða föt og búnað maður ætlaði að hafa á sér og hvaða búnaður færi í tösku sem við skiluðum af okkur þarna í startinu sem síðar yrði flutt að endamarki. Þetta þarf allt að skipuleggja nokkuð vel. Þetta er ekki eins og heima á Íslandi þar sem hægt er að taka ákvarðanir allt fram á síðustu mínútu fyrir start og henda jakka á vin eða út í gras í startinu og sækja síðar. Eins eru nokkuð strangar reglur um hvað má fara með inn á startsvæðið og hvað ekki, rétt eins og þegar farið er í flug. En það veitti líka öryggistilfinningu að finna að öflug örygqgisgæsla var á svæðinu.

1700 klósett
Þegar við komum að startinu þá áttuðum við okkur enn betur á því hversu risavaxið verkefni þetta er. Startið er í raun heilt þorp, skipt upp í mörg svæði og fyrirfram ákveðið hvaða svæði hver og einn hlaupari myndi tilheyra þangað til kæmi að starti. Við vissum að við þyrftum að bíða í startinu í um 3-4 klukkustundir. Ástæðan fyrir þessu er að fyrst er öllum hlaupurum komið yfir á eyjuna og síðan er farið að loka öllum brúm og götum. Þá er startað í mörgum hollum. Fyrst eru það atvinnumennirnir og síðan koma aðrir hópar í nokkrum hollum eftir hraða. Okkur kveið svolítið fyrir þessari bið en það var með ólíkindum hvað þetta leið hratt. Á hverju svæði var nóg af veitingum þannig að hægt var að halda áfram að nærast og sömuleiðis var nóg af salernum þannig að allir gátu klárað þau mál fyrir hlaup. Og þarna myndaðist nokkurs konar þjóðhátíðarstemmning. Tónlist í gangi. Fólk á rölti að kynnast og spjalla. Frábær stemmning. Allir í góðu skapi og spenntir að taka þátt í þessu.

Það er upplifun að hlaupa yfir brýrnar í New York maraþoninu.Rifum af okkur fötinÞað var vitað að það yrði kalt að bíða í startinu þar sem hitastig að nóttu á þessum tíma getur farið niður fyrir frostmark, en á sama tíma myndi hitinn geta farið upp í 15-20 gráður á meðan á hlaupinu stæði. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að fólk var mjög vel klætt en í fötum sem það væri tilbúið að gefa frá sér. Þegar styttist í startið var gengið fram hjá mörgum, mörgum fatagámum þar sem hlauparar gátu þá klætt sig úr hlýju fötunum og hent í gámana. Þessum fötum er síðan komið til heimilislausra í New York. Við ákváðum að vera í íslensku lopapeysunni, hún hélt á okkur góðum hita í startinu og það var líka góð tilfinning að láta hana frá sér og vita að hún myndi koma að góðum notum hjá einverjum sem virkilega þyrfti á henni að halda. Og í raun var þetta alveg magnað að fylgjast með öllum þessum hlaupurum rífa af sér fötin á hlaupum og setja í gámana.New York, New York, söng Frank SinatraHún er ólýsanleg tilfinningin og spenningurinn sem við upplifðum þegar við sáum að nú væri komið að þessu. Nokkrar mínútur í start og allir að óska öðrum velgengis og hrópa hvatningarorð yfir hópinn. Og ég man gæsahúðina sem ég fékk þegar laginu New York, New York með Frank Sinatra var blastað yfir allt svæðið um leið og skotinu var hleypt af. Og upphaf hlaupsins er alveg magnað þar sem hlaupið er yfir Staten Island brúna þar sem útsýnið er í allar áttir og eins myndast frábær sýn yfir allan hópinn þar sem maður sér vel hversu stór hópur þetta er.

Það sem gerir New York maraþon hlaupið svo magnað er fjölbreytnin í hlaupaleiðinni. Hlaupið er í gegnum fimm hverfi New York borgar þ.e. Staten Island, Brooklyn, Queens, Bronx og Manhattan. Mjög ólík menning ríkir í þessum hverfum og ólík þjóðarbrot sem gerir hlaupið afar spennandi og upplifunin er að það sé alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa á leiðinni.

Teri Hatcher varð nýi hlaupafélaginn okkarÞað eru auðvitað margir frægir sem taka þátt í New York maraþoninu og það skal alveg viðurkennast að okkur frænkunum fannst ekkert leiðinlegt að sjá glitta í hina og þessa á leiðinni. Teri Hatcher úr Desperate Housewives hljóp nálægt okkur en okkur fannst mjög mikilvægt að vera á undan henni í mark, sem við síðan urðum. En hún var alla vega "hlaupafélaginn" okkar í smá stund."Ragga, you look so good"!Það er algjört lykilatriði að vera í merktum bol í hlaupi sem þessu. Hafa nafnið sitt að framan og eins er gaman að hafa Ísland líka á bolnum t.d. á bakinu. Það var alveg frábært hvað þetta hafði mikil áhrif. Áhorfendur eru nefnilega alveg magnaðir í þessu hlaupi. Þeir eru stöðugt að hvetja hlaupara og eru ekki að spara orðin. Ég veit ekki hversu oft nafnið mitt var kallað og einhver góð hvatning fylgdi með. Þá var líka gaman að hafa Ísland á bakinu því oft komu hlauparar upp að mér og voru spenntir að fá að spjalla aðeins um Ísland og það var auðvitað virkilega gaman. Og stemningin í hlaupinu öllu er algjörlega frábær sem áhorfendur eiga stóran þátt í að móta. Það eru eitthvað um 100 hljómsveitir að spila á leiðinni og fólk að dansa og syngja. Þá voru áhorfendur á mörgum stöðum að bjóða upp á veitingar, hvort sem það var súkkulaði, hlaup eða jafnvel blauta svampa eða annað sem þeir töldu að gæti komið að góðum notum. Þá voru áhorfendur með alls konar skemmtileg skilti sem voru mjög hvetjandi. Og mörg voru mjög fyndin. T.d. ,,You are running really fast" eða ,,You look so thin" og eins var verið að telja niður í markið t.d. ,,5 km until you can have a beer." Og þetta hafði þau áhrif að maður gleymdi sér alveg og áður en maður vissi af var maður búinn að hlaupa 42 km.Ragga veifar til aðdáenda, merkt í bak og fyrir.

Íslenski fáninn
Þrátt fyrir að hlaupið hafi gengið mjög vel þá finnur maður vissulega til þreytu í lokin. Brautin er líka nokkuð krefjandi þar sem farið er yfir nokkrar brýr á leiðinni. Ég man hvað mér fannst það stórkostleg tilfinning þegar ég var komin inn í Central Park og vissi að nú styttist í lokin. Alls staðar var fólk að fagna og hvetja okkur áfram og veðrið og umhverfið var dásamlegt. Þá sé ég að búið er að flagga hinum ýmsum þjóðfánum við markið, og þarna var hann líka, íslenski fáninn. Allt í einu skipti lokatíminn engu máli, heldur að njóta þessarar stundar og fagna því að hafa náð þessum áfanga. Ég gaf mér því að sjálfsögðu tíma til að taka eina selfie af mér og íslenska fánanum áður en ég rúllaði mér í gegnum endamarkmið.

Tvær sáttar að hlaupi loknu.Ekki á hverjum degi sem maður fær nafnið sitt birt í New York TimesÞað var dásamleg tilfinning að vakna daginn eftir hlaup, ná sér í New York Times, setjast niður með kaffibollann og sjá nafnið sitt í blaðinu. En þetta er skemmtileg hefði í New York þar sem þeir birta tíma allra þátttakenda í blaðinu daginn eftir hlaup. Ég geymi að sjálfsögðu blaðið og mun sýna barnabörnunum mínum í ellinni.Hvað má vera með medalíuna í marga daga eftir hlaup?Þeir sem hlaupa maraþon eða önnur langhlaup vita hversu óendanlega stoltur maður er af afreki sínu og maður þreytist aldrei á að ræða við hina og þessa um hlaupið. Oft reynir maður að finna leiðir til að brydda upp á þessu umræðuefni til þess að geta komið því á framfæri að maður hafi verið að ljúka maraþonhlaupi. En þetta er mjög þægilegt í New York. Óskráða reglan er að þú átt að ganga með medalíuna um alla borg í tvo daga eftir hlaup. Þetta er auðvitað frábært, því þar gefst tækifæri til að ræða við fólkið á hótelinu, í búðunum, á veitingastöðunum og í leigubílnum um afrek þitt og þarna eru allir til í að hlusta og taka þátt í þessu með þér.Besti dagur lífs míns?Lýsingarorðin sem ég kann ná einhvern veginn ekki utan um þessa mögnuðu reynslu að taka þátt í þessu hlaupi. Þetta var allt svo stórt og mikið og þar með upplifunin.

Ég man að ári eftir að ég tók þátt í hlaupinu þá áttaði ég mig á því að á hverjum einasta degi frá því að ég tók þátt hafði ég hugsað eitthvað um hlaupið. Hvort sem það voru minningar frá því að við vorum að koma okkur í rútuna um nóttina, eða þegar við tókum þátt í þjóðhátíðarstemningunni í startinu, eða þegar ég hlustaði á New York, New York með Frank Sinatra þegar ég hljóp yfir start línuna, eða þegar ég var virða fyrir mér stórkostlegt útsýni þegar ég hljóp yfir brýrnar og horfði á skýjakljúfana á Manhattan, eða þegar einhver áhorfandi kallaði á mig hvatningarorðum á leiðinni, eða þegar ég sá að búið var að flagga íslenska fánanum við endamarkið. Allt þetta gerir það að verkum að þetta er án efa einn magnaðasti dagur sem ég hef upplifað og ómetanlega dýrmæt minning til framtíðar sem ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa.

Tryggðu þér örugga skráningu í eitt vinsælasta maraþon heims - Maraþon í New York 4. - 7. nóvember 2016