birt 22. febrúar 2016

Fv. Jóngeir Þórisson, Sigurður Benediktsson, Grétar Þórisson, Vilhjálmur Jónsson og Tonie Gertin Sörensen tilbúin í slaginn.Hverjum dytti það til hugar að fara til Gran Canaria og hlaupa þar í skipulögðu keppnishlaupi í janúar? Eru ekki bara einhverjir gamlingjar á Kanarí á þessum árstíma að hlusta á Guðna Ágústsson? Fáranleg hugmynd og varla miklar líkur á að einhver gæti náð sínu „personal best" á þessum tíma ársins þegar tíðin er eins og hún er á Íslandi.Snjóri og klaki skilinn eftir heimaHlauparar vilja jú alltaf ná sínu besta í keppnishlaupum en það er nú víst bara þannig með hlauparaelementið í okkur. Endalaus klaki, snjór og erfiðleikar fyrir hlaupara er raunveruleikinn yfir vetratímann á Íslandi. En samt eitthvað svo dásamlegt þó að standa í þessu brasi í kulda og myrkri þrátt fyrir allt. En að hlaupa í sól og hita-það er draumsýn.

Sólarfrí með hlaupaívafi
Þetta ákváðum við þó að gera nokkrir hlauparar úr Skokkhópi Víkings og náðum við að setja saman hóp og búa þannig til viku sólarfrí undir þeim formerkjum að við værum að fara að taka þátt í keppnishlaupi og hlaupa þar hálft maraþon, þó innst inni vissum við öll að þetta væri meira ferð til að hvíla okkur á íslenska vetrinum, liggja smávegis í sólinni og drekka íþróttadrykk sem nefnist bjór.

Einn úr Víkingshópnum hafði slysast til að taka þátt í þessu hlaupi árið á undan og var óþreytandi við að hvetja fleiri til koma með sér aftur nú í janúar 2016. Hafði þetta hlaup komið honum skemmtilega á óvart og bar hann því vel söguna. Varð úr að átta manna hópur fór saman til Gran Canaria þar sem fimm úr hópnum settu stefnuna á hálft maraþon til að leggja mat á hlaupið og um leið fara í sólarfrí á þessum árstíma.Hlupum við Jóngeir Þórisson, Grétar Þórisson, Tonie Gertin Sörensen, Vilhjálmur Jónsson og undirritaður, Sigurður Benediktsson. Við fengum þjálfarann okkar hana Fríðu Rún Þórðardóttur til að setja upp æfingaáætlun og halda okkur við efnið fram að hlaupi. Þegar nær dró var síðan ákveðið að útbúa keppnisfatnað fyrir alla í hópnum og merkja okkur á áberandi hátt með "Iceland" og "Running team, Icelandic Víkings".  Alvöru hlaupateam! Bíllinn vel merktur.

Það vantaði ekki upp á suðræðnu stemminguna í kringum hlaupið.Of Monsters and Men í startinuDaginn fyrir hlaupið var farið á Expó-ið og pastaveisluna og var þar á boðstólum eitt besta pasta sem við höfum fengið erlendis í keppnishlaupi. Þennan dag var einnig náð í keppnisgögn og fylgdi með þeim nokkuð góður stuttermabolur og var lítið mál að skipta um stærðir ef því var að skipta.Á sunnudeginum var síðan stóra stundin runninn upp og vakti hópurinn töluverða athygli og í hlaupinu var skemmtilegt að heyra hvatningarorð til okkar Íslendinganna frá áhorfendum og einnig í kallkerfinu. Að sjálfsögðu hljómaði svo lag með Of Monsters and Men í startinu, gat ekki verið betra.Hlaupið sjálft kom okkur skemmtilega á óvart, mjög vel var að öllu staðið og greinilega metnaður fyrir því að búa til góða og ánægjulega upplifun fyrir hlaupara.

Fjölbreytt og hröð hlaupaleið
Hlaupabrautin er nokkuð slétt, hlaupið er um allar aðalgötur borgarinnar, um miðbæinn og þröngar sögufrægar götur sem gerir upplifunina einstaka. Síðustu kílómetrana er síðan hlaupið meðfram ströndinni í átt að marklínunni góðu en ágætis gola er með ströndinni og margt að sjá á leiðinni. Hér fær hlauparinn því nokkuð góða sýn á borgina og ströndina. Þeir sem hlaupa heilt maraþon fara síðan tvo hringi og er ræst á sama tíma í bæði heila maraþonið og hálfa maraþonið eða kl  9 á sunnudagsmorgni. Tíu kílómetrar eru einnig í boði en hlauparar þar eru ræstir hálftíma fyrr.

Alls tóku um 7000 hlauparar þátt í hlaupinu, allt í allt. Alla leiðina voru áhorfendur að hvetja þátttakendur og töluverð stemmning í gangi, mikið af drykkjarstöðvum.Svamparnir slógu í gegnEinnig voru á nokkrum stöðum rennblautir svampar sem hægt var að nota til að kæla sig niður, en vá hvað það var gaman að skella svampinum ofan á höfuðið!!  Svamparnir voru skemmtilegir af því leyti að þeir voru skornir út eins og eyjan sjálf og því ágætis minjagripur að taka með heim. Þetta árið var nokkuð heitt í veðri, heiðskírt og léttur vindur.Hitamælar sýndu 21 gráðu við upphafs hlaupsins klukkan níu og við endamarkið sýndu mælarnir 27 gráður sem er ansi mikið á þessum árstíma enda hávetur þarna.Ekki ónýtt að fá að dýfa þreyttum fótum í kalt bað eftir hlaup.

Háveturinn á Kanarí kom okkur Íslendingunum spánskt fyrir sjónir og hreint skrýtið að sjá Spánverjana hríðskjálfandi með álteppi um sig alla meðan við vorum að stikna!

Þátttakendum var boðið í nudd eftir hlaup.Lúxusmeðferð að hlaupi loknuEins dásamalega og það hljómar var svo   boðið upp á kælibað fyrir fætur eftir hlaupið, svo var mögulegt að fara beint í nudd og allt innifalið í keppnisgjaldinu. Hersing af nuddurum voru á svæðinu og lítil sem engin bið að komast að í þessa fullkomnu eftirmeðferð. Nuddarinn sem undirritaður lenti hjá hafði nú aldrei séð snjó á ævinni og þegar ég sýndi henni mynd af mér kappklæddum með buff og húfu að hlaupa í vikunni á undan í Fossvoginum, fannst henni það fullkomlega galin hugmynd að standa í þessu við þær aðstæður. En held bara samt að hún hafi öfundað mig af þessu.Eftir nuddið létum við síðan grafa byssutímann í verðlaunapeningana og var það gert á staðnum og eins og áður var það allt innifalið í gjaldinu sem var um 4000 krónur fyrir alla þessa þjónustu sem er bara nokkuð gott.

Má segja að við höfum snúið til baka nokkuð ánægð með þennan viðburð og af fimm hlaupurum náðu þrjú af okkur "personal best" sem er nokkuð gott á þessum árstíma. Þetta er nokkuð hröð hlaupaleið og tilvalin fyrir nokkuð breiðan hóp hlaupara, ekki síst byrjendur og skiptir þá litlu hvort hlaupið er heilt, hálft eða 10 km og því kjörið tækifæri að setja saman breiðan hóp með ólíkar þarfir og fara í frí!

"Þegar tveir Íslendingar hlaupa saman, þá er kapp!"
Ýmislegt fleira en að hlaupa var hægt að gera þessa daga. Góðar hjólaleigur voru víða þar sem hægt var að fá allar tegundir af hjólum og búa til hjólaferðir hingað og þangað í nágrenninu en við notfærðum okkur einnig þennan möguleika dagana eftir hlaupið. En aðal tilgangurinn var auðvitað að hlaupa þennan sunnudag og þegar komið var aftur á ensku ströndina eftir ánægjulegan dag var fyrsta stopp náttúrulega að fá sér íþróttadrykk. Viti menn fyrsti maður sem við hittum þar var náttúrulega Guðni Ágústsson sem fylltist stolti af þessum Íslendingum þarna í fullum skrúða og átti við okkur gott spjall um hlaup og hreyfingu og sagði m.a: „Þegar tveir Íslendingar hlaupa saman, þá er kapp!" Þar með breyttist þessi íþróttaferð í eitthvað allt annað en það er önnur saga.

Sigurður Benediktsson, Skokkhópur Víkings

Tengill á vef hlaupsins: http://www.hsrgrancanariamaraton.com