Laugavegshlaupið - Viðtöl fyrir og eftir hlaup

uppfært 17. júlí 2022

Laugavegshlaupið fór fram í 26 sinn í ár, en veðurspáin var ekki góð í vikunni fyrir hlaupið og miklar varúðarráðstafanir þurfti að gera, t.d. að bæta við jakka sem skyldubúnað hjá hlaupurum.

Hlaupið byrjaði í Landmannalaugum og veðrið var mjög gott í startinu. Aðstæður voru snúnar hjá Brennisteinsöldu þar sem mikill snjór hefur safnast þar. Reynt var að moka snjóinn fyrir hlaupið, en hlauparar fengi aðeins öðruvísi byrjun á leiðinni en þeir eru vanir.

Veðrið sýndi svo sínar bestu hliðar í hlaupinu og hlauparar töluðu um fínar hlaupaaðstæður, en fáir voru stoppaðir af tímatakmörkunum við Álftavatn og Emstrur.

Hlaup.is var á staðnum og myndaði hlaupara og tók viðtöl bæði fyrir og eftir hlaup.

Við ræddum við Arnar Pétursson sem var að klára sitt fyrsta Laugavegshlaup.

Andrea Kolbeinsdóttir setti glæsilegt brautarmet kvenna og sigraði kvennaflokkinn.

Þórólfur Ingi Þórsson er í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum í nóvember.

Við hittum Írisi Önnu Skúladóttir fyrir hlaupið og heyrðum hvaða væntingar hún hefði.

Elísabet Margeirsdóttir var að taka þátt í sínu þrettánda Laugavegshlaupi og hún gaf hlaupurum gott ráð.

Búi Steinn Kárason var að hlaupa sinn sjöunda Laugaveg og stefnir á að vera sá yngsti sem klárar tíu Laugavegi.

Ragnar, Hróðmar og Óskar voru vel undirbúnir fyrir hlaupið og hlaupið lagðist vel í þá rétt áður en hlaupið hófst.

Kolfinna og Helga voru klárar í hlaupið í Landmannalaugum.

Rakel María, Ásta Björk og Jóhann voru tilbúin í Laugavegshlaupið og spennt að fara af stað.