Stjörnuhlaupið 2023 - Vídeó af hlaupurum

uppfært 20. maí 2023

Stjörnuhlaupið fór fram í dag laugardaginn 20. maí við rysjóttar aðstæður. Vel yfir 200 hlauparar tóku þátt í þessari breyttu leið Stjörnuhlaupsins, en að þessu sinni var hlaupinn 11 km hringur í Heiðmörkinni, einu sinni eða tvisvar fyrir þá sem fóru 22 km.

Töluverður vindur var og einstaka skúrir, en bjartviðri inn á milli. Hlauparar létu ekki á sig fá þegar ein skúrin breyttist í hagl og snjókomu eins og sjá má á fyrsta myndbandinu þar sem hlauparar eru í brautinni eftir 6 km.

Hægt verður að skoða myndir og úrslitin úr hlaupinu fljótlega hér á hlaup.is.

Hlauparar leggja af stað

Hlauparar eftir 6 km - Hópur 1

Hlauparar eftir 6 km - Hópur 2

Hlauparar eftir 6 km - Hópur 3