uppfært 20. júní 2022

Mt. Esja Ultra fór fram í fínu veðri laugardaginn 18. júní. Hlaup.is hitt nokkra hlaupara fyrir hlaupið og spjallaði stutt við þá. Einnig létum við upptöku ganga þegar maraþonhlaupið fór af stað og eftir ca. 4 km, þegar hlauparar í Mt. Esja Ultra II (2 ferðir, 14 km) voru búnir að hlaupa 1,5 km og svo einnig þegar krakkarnir voru að ljúka við 1,7 km hringinn í Ævintýrahlaupinu.

Skoðið líka myndir frá hlaupinu.

Við ræddum við Elísabetu Margeirsdóttur, en hún er bæði hlauphaldari og þátttakandi í maraþon vegalengdinni. Við spurðum hana aðeins út í hlaupið og undirbúninginn á sjálfu Mt. Esja Ultra hlaupinu.

Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir er búin að stunda hlaup í 15 ár og þar af 10 ár í utanvegahlaupunum. Nú stefnir hún á sitt stærsta hlaup á næsta ári, 330 km Tor des Géants hlaupið sem örfáir Íslendingar hafa hlaupið.

Andrea Kolbeinsdóttir og Rannveig Oddsdóttir tóku þátt í hlaupinu upp að Steini og eru báðar með nokkuð opna hlaupadagskrá í sumar sem miðar að því að vera í sem besta forminu og ómeiddar þegar þær munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum í Taílandi í nóvember.

Ingvar Hjartarson sigraði hlaupið upp að Steini. Hann er að koma úr meiðslum en það eru stórir hlutir að gerast í hans lífi á næstu vikum.

Maraþon hlauparar í startinu og eftir ca. 4 km

Hlauparar í Ævintýrahlaupinu

Hlauparar í Mt. Esja Ultra II eftir 1,5 km