Frískir Flóamenn
Æfingatímar: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:15 og laugardaga kl. 10:00 frá Sundhöll Selfoss
Facebook síða: https://www.facebook.com/groups/135968469810840
Þjálfari: Sigmundur Stefánsson
Formaður stjórnar veitir nánari upplýsingar ef óskað er eftir: Aðalbjörg Skúladóttir, netfang: abbaskul4@gmail.com
Sigmundur þjálfari setur inn upplýsingar á mánudags og miðvikudagskvöldum hvernig æfingar verða og hvert verður farið svo þeir sem eru á síðustu stundu geta bæst í hópinn á leiðinni. Skipting æfinga er þannig: 1x í viku, sprettir/gæðaæfingar, 1x í viku tempóhlaup/hraðari miðjukaflar og 1x í viku löng og hægari æfing. Allir velkomnir og æfingar eru án gjalds.
Frískir Flóamenn hafa um árabil séð um brautarvörslu á Laugaveginum og þar fá hlauparar í hlaupahópnum tækifæri til að vinna við Laugavegshlaupið á hverju ári.