Hlaupahópur FH

Hafnarfjörður

Hlaupahópur FH var formlega stofnaður 19. janúar 2010.
Við tökum ávallt fagnandi á móti nýjum félögum og er öllum er velkomið að taka þátt. Hópurinn samanstendur af allskonar hlaupurum, allt frá byrjendum til afrekshlaupara.

Hlaupahópur FH býður upp á frábærar aðstæður til hlaupaiðkunar ýmist úti á hlaupabraut, malbiki, utanvega eða inni. Hópurinn æfir fjórum sinnum í viku:

  • Mánudagar vetur kl. 19:30 - sprettæfingar inni á braut í Kaplakrika
  • Mánudagar sumar kl. 17:30 - utanvegaæfingar - mismunandi upphaf hlaupaleiða, yfirleitt í upplandi Hafnarfjarðar
  • Þriðjudagar kl. 17:30 - rólegt og styrkur - hlaupið frá Kaplakrika
  • Fimmtudagar kl. 17:30 - tempó eða brekkur - hlaupið frá Kaplakrika
  • Laugardagar kl. 9:00 á veturnar en 8:30 á sumrin - langt og rólegt - yfirleitt frá Suðurbæjarlaug (þjálfaralaus æfing)

Ýmsar upplýsingar

Umfjöllun um hópinn

Breytt 6.5 2024