Hlaupahópur Stjörnunnar

Garðabær

Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar.

Skráning í hópinn fer fram á abler. Eftir greiðslu árgjalds er boðið upp á maka- eða fjölskylduafslátt.

Þjálfun og markmið

Yfirþjálfari hópsins er Arnar Pétursson.

Markmið með þjálfuninni er að bæta heilsu iðkenda, lágmarka líkur á meiðslum og ýta undir langtíma árangur. Áhersla er á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar í gegnum allt æfingatímabilið sem henta byrjendum sem og lengra komnum.

Æfingar og dagskrá

Æfingar eru skipulagðar fjórum sinnum í viku, þar af 3 með þjálfara.

Vetrardagskrá (1. okt – 31. mars):

  • Mán. 17:30 – Útiæfing frá Ásgarði*
  • Mið. 17:30  – Styrktaræfing í Miðgarði*
  • kl. 19:10  – Gæði í FH-Höll*
  • kl. 9:30  – Langt & rólegt frá Ásgarði

Sumardagskrá (1. apr – 30. sep):

  • Mán. 17:30 – Fartlek frá Ásgarði*
  • Mið. 17:30  – Styrktaræfing í Miðgarði*
  • kl. 17:30  – Utanvegahlaup frá Miðgarði*
  • kl. 9:00  – Langt & rólegt frá Ásgarði

* Með þjálfara

Þjálfari gefur út hlaupaáætlanir tvær vikur fram í tímann ásamt því birta allar æfingar sérstaklega með tilkynningu á meðlimi hlaupahópsins. Þetta auðveldar meðlimum að fylgja æfingaáætluninni, jafnvel þótt þeir komist ekki á æfinguna. – tilkynningar fara inn á lokuðu Facebook-síðu hópsins Virkar Stjörnur.

Samskipti og Facebook-síður

Virkir meðlimir geta óskað eftir aðgangi á lokaða Facebook-síðu hópsins, Virkar Stjörnur, þar sem öll samskipti milli þjálfara og meðlima fara fram, þar á meðal æfingadagskrá og áherslur á milli tímabila.

Önnur facebook síða hópsins; Hlaupahópur Stjörnunnar - opin síða er fyrir allar almennar upplýsingar úr hlaupasamfélaginu og hugsuð sem like síða.

Félagslíf og viðburðir

Til að stuðla að nýliðun er tekið sérstaklega vel á móti nýjum félögum. Ársáætlun hópsins inniheldur einnig fjölmarga félagslega viðburði, og starfandi er Hlauparáð sem sér um rekstur og viðburði hlaupahópsins. Þar má nefna árlegt Stjörnuhlaup, sem haldið er á vordögum.

Sjáumst á hlaupum!

Uppfært 16. ágúst 2025