Hlaupahópur Stjörnunnar

Garðabær

Stjarnan Æfingadagar 2021 2022

Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar.

Skráning í hópinn fer fram á sportabler.com. Þegar búið er að greiða árgjald, býðst maka eða fjölskylduafsláttur.

Þá getur virkur meðlimur óskað eftir aðgangi á fb síðu hópsins; Virkar Stjörnur 2021-2022. Þar fara fram öll samskipti milli þjálfara hópsins og meðlima, sbr. æfinga dagskrá og áherslur milli tímabila yfir árið.

Önnur fb síða hópsins; Hlaupahópur Stjörnunnar er fyrir allar almennar upplýsingar úr hlaupasamfélaginu og hugsuð sem like síða.

Yfirþjálfari hópsins er Arnar Pétursson og aðstoðarþjálfari er Halldóra Gyða Proppe.

Öll getustig eiga heima í Hlaupahóp Stjörnunnar og unnið er með þrjá hópa eða hóp 1,2 og 3.

Hlaupaæfingar eru á boðstólum með þjálfara fjórum sinnum í viku auk þess eru sendar út fleiri æfingar og fræðsla um hlaup, styrktaræfingar og keppnir. Yfir vetrarmánuði eru inniæfingar á braut í FH-Höllinni einu sinni í viku.

Til að stuðla að nýliðun eru haldin hlaupanámskeið að vori og aftur að hausti.

Mikið og gott félagsstarf er á dagskrá árlega og starfandi er Hlauparáð hópsins sem sér um rekstur og viðburði Hlaupahópsins.  Þar ber hæst árlegt Stjörnuhlaup sem haldið er á vordögum.

Sjáumst á hlaupum!

Uppfært 31. október 2021